Jákvætt

Þrátt fyrir að gærdagurinn hafi verið afar sorglegur með tilliti til þess að verið var að selja 32 % eignahlut, til Magma, eða stjórn OR gaf a.m.k grænt ljós á þá brunaútsölu, er þetta það besta sem getur gerst í stöðunni. Vona að það séu eftir einhverjir kraftar í ríkisstjórninni til að koma þessu í gegn á þessum erfiðu tímum.

Það er áhugavert að hér í Noregi eru ríkustusveitarfélögin svokölluð "kraftkommuner", en það eru sveitarfélögin sem mata krókinn einmitt á endurnýtanlegri orku og hagnaður af þessum virkjunum fer til fólksins aftur.  

Hagnaður af norska Statkraft er einnig fleiri tugir milljarðar á ári. 

Í sumar var einnig í fréttum hversu mikinn gróða ein vatnsafsvirkjun Landsvirkjunnar hafi gefið af sér síðan hún var byggð, það hljóp á hundruðum milljóna og það bara frá einni virkjun. 

Jarðvarminn er líka afar dýrmæt auðlind, æ fleiri lönd hafa nú áhuga á því að byrja að nýta þessa orkuauðlind. Sú þekking sem Ísland hefur er því afar dýrmæt á tímum orkuskorts og loftslagsbreytinga. 

Orkuauðlindir er aldrei hagkvæmt að selja, þær verða einfaldlega að vera í opinberri eigu. Enginn kynslóð hefur heldur rétt til þess að selja slíkar auðlindir, þær tilheyra einnig framtíðarkynslóðum. 

 


mbl.is Vilja hlut Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Góðir punktar  en þú verður að athuga það að Ísland er ekki rekið á skandenavíska módelinu, allavega ekki lengur.

Á Íslandi er stefnan sem stunduð hefur verið og mun verða stunduð áfram sú að taka frá fólkinu, til fárra.

Auðvitað eiga grunnauðlindir til upphalds þjóðar að vera í eigu hins obinbera þe. orka, fæðuauðlindir og vatn.  Á  íslandi hafa stjórnmálaflokkar þá helst Framsóknarflokkurinn barist fyrir nokkra útvalda og td munaði litlu að þeim tækist að koma drykkjarvatnsuppsprettum úr þjóðareign.

Ef að hagnaður auðlinda Íslands færu til fólksins væru íslandingar ekki í þeirri stöðu sem þjóðin er í dag.

Magnús Jónsson, 1.9.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir

Höfundur

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Orkuverkfræðingur, starfandi i Noregi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ning_903871
  • ...bilamenning
  • ...dsc_0625

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband