Færsluflokkur: Bloggar

Verður að breyta lögunum og snúa vörn í sókn

 

Þetta er sorglegur gjörningur. En nú þarf að snúa sér að því að endurskoða löggjöfina sem þvingar  OR til þess að selja. Þessi löggjöf er algjörlega fáranleg.  Í þetta mál þarf að fara strax og löggjöfin að vera þannig að ekki sé hægt að selja/einkavæða auðlindir eða 65 ára nýtingarrétt á  orkuauðlindum Íslands. 

Löggjöfin verður að tryggja að auðlindirnar og nýtingarrétturinn á þeim verði í almanna eigu Íslendinga.  Ef það verður ekki gert hið fyrsta getur þessi löggjöf haft enn alvarlegri afleiðingar enn hún hefur nú gert.  

 


mbl.is Sala í HS Orku samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt

Þrátt fyrir að gærdagurinn hafi verið afar sorglegur með tilliti til þess að verið var að selja 32 % eignahlut, til Magma, eða stjórn OR gaf a.m.k grænt ljós á þá brunaútsölu, er þetta það besta sem getur gerst í stöðunni. Vona að það séu eftir einhverjir kraftar í ríkisstjórninni til að koma þessu í gegn á þessum erfiðu tímum.

Það er áhugavert að hér í Noregi eru ríkustusveitarfélögin svokölluð "kraftkommuner", en það eru sveitarfélögin sem mata krókinn einmitt á endurnýtanlegri orku og hagnaður af þessum virkjunum fer til fólksins aftur.  

Hagnaður af norska Statkraft er einnig fleiri tugir milljarðar á ári. 

Í sumar var einnig í fréttum hversu mikinn gróða ein vatnsafsvirkjun Landsvirkjunnar hafi gefið af sér síðan hún var byggð, það hljóp á hundruðum milljóna og það bara frá einni virkjun. 

Jarðvarminn er líka afar dýrmæt auðlind, æ fleiri lönd hafa nú áhuga á því að byrja að nýta þessa orkuauðlind. Sú þekking sem Ísland hefur er því afar dýrmæt á tímum orkuskorts og loftslagsbreytinga. 

Orkuauðlindir er aldrei hagkvæmt að selja, þær verða einfaldlega að vera í opinberri eigu. Enginn kynslóð hefur heldur rétt til þess að selja slíkar auðlindir, þær tilheyra einnig framtíðarkynslóðum. 

 


mbl.is Vilja hlut Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegasta frettin i langan tima

Eg trui thvi einfaldlega ekki ad rikistjornin hafi latid thetta vidgangast! Thetta er afar sorglegur dagur og Islendingar bunir ad selja fra ser vit og virdingu med thessari sølu.   Rikisstjornin attar sig greinilega engan veginn a thvi hversu mikilvægt thad er ad slikar grundvallar audlindir seu i opinberri eigu.  Stjorn Orkuveitunnar og their fulltruar Sjalfstædisflokksins, framsoknarflokksins hafa greinilega ekki hagsmuni thjodarinnar ad leidarljosi i sinum størfum. 

 


mbl.is Magma fær hlut Orkuveitunnar í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik ef Magma verður kjölfestufjárfestir í HS Orku

 

Þetta eru mikil vonbrigði ef það einasta sem verið er að reyna að gera er að fegra samninginn! Það á bara að hætta alfarið við að selja nokkuð skapaðan hlut frá OR til Magma! Samkeppnislöggjöfinni þarf líka að breyta, það gengur ekki að OR megi ekki eiga stærri hlut enn 10 % í HS orku en kanadískt einkafyrirtæki má það? Ef vinstri grænir halda að þér geti komist upp með að "fegra" samninginn eitthvað pínulítið þá er illt í efni. Falla verður alfarið frá samningnum við Magma og ekki láta Magma stjórna því að þetta mál sé unnið hratt og illa eins og virðist vera málið.  Það þarf síðan að fara yfir löggjöfina og skoða hvernig hægt er að tryggja að auðlindirnar haldist í almanna eigu.

Ég vil benda á tvær góðar greinar um hversu mikilvægt það er að halda auðlindunum í almanna eigu: 

http://www.visir.is/article/20090827/SKODANIR/118509996 og 

http://www.larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/934986/

 


mbl.is Vilja hækka auðlindagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til Steingríms J.

Sæll Steingrímur,

Til hamingju með hingað til vel unninn störf á erfiðum tímum. Þú hefur að
mínu mati verið að standa þig mjög vel.

Það sem nú virðist ætla að gerast varðandi einkavæðingu á orkuauðlindum
landsmanna til 130 ára, má EKKI gerast. Auðlindir Íslands eru eign allra
landsmanna, og ekki bara núverandi kynslóðar heldur framtíðar kynslóða um
ókomna tíð. EKKERT söluverð getur endurspeglað verðmæti auðlinda fyrir
þjóðina. Endurnýtanlegar orkuauðlindir geta framleitt verðmæti í jafnvel
hundruðir ef ekki þúsund ára, og reiknisdæmið er því þannig að ekkert
núvirði er nógu hátt. Þessar auðlindir eiga að vera í almanna eigu.

Þetta mál verður að vinna vel og halda hagsmunum þjóðarinnar í fyrirrúmi.
Þrátt fyrir núverandir erfiða stöðu ríkissjóðs verður hún ekki betri á því
að selja auðlindirnar frá sér. Hún verður verri.

Það eru margir sem eru á sama máli, en fólk er orðið þreytt og mikil orka
farið í önnur mál, en það þýðir ekki að það sé sammála sölu. Allir sem ég
hef talað við eru sammála um það að auðlindirnar eiga að haldast í almanna
eign.

Ég treysti á þig að leysa þetta mál farsællega fyrir þjóðina og tryggja að
okkar helstu verðmæti haldist í almanna eigu Íslendinga.

Þetta yrði góð niðurstaða

Fjármálaráðherra er greinilega að standa sig vel í því að reyna að tryggja sem best að eignarhald á íslenskum auðlindum haldist i almanna eign. Áfram svona!  Þrátt fyrir erfiða stöðu ríkiskassans er ekkert vit að selja orkuauðlindirnar, þar sem það er bara skammtímalausn, en Íslendingar þurfa á öllum sínum auðlindum að halda til þess að komast út úr kreppunni.

 

 

 

 

 


mbl.is Eignist hlut OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið á að kaupa

 

Það er ekki spurning að ríkið eigi að kaupa þennan hlut.  Þetta mál verður að vinna vel og vandlega og ekki hratt og illa. Umræðan hefur verið lítil sem engin um þetta mál og afstaða Iðnaðarráðherra í þessu máli er óskyljanleg. Endurnýtanlegar orkuauðlindir eins og jarðhiti og vatnsafl eru gífulega verðmætar fyrir samfélagið og geta framleitt verðmæti i fleiri hundruð ár ef ekki árþúsundir.  Þessar auðlindir verða  að haldast í almanna eign íslendinga. Þrátt fyrir erfiða fjárhagstöðu akkurat í dag, eru þetta framtíðar auðlindir sem eiga eftir að gefa mikinn arð í framtíðinni og ekkert verð er nógu hátt til þess að verja sölu á þessum auðlindum. 


mbl.is Vill fund með fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuauðlindir eru tekjulindir framtíðarinnar

Þessi frétt er sorgleg, það virðist sem þetta grafalavarlegamál sé verið að vinna hratt og illa.  Orðalagið í  greininni er einnig mjög misvísandi. "...Orkuveitan lokast inni með áhrifalausan minnihlutahlut í einkavæddu fyrirtæki". Síðan hvenær varð 32 % hlutur í fyrirtæki áhrifalaus? Íslenskar orkuauðlindir tilheyra ekki einungis núverandi kynslóð íslendinga heldur eru orkuauðlindirnar einnig eign framtiða kynslóða.

Enginn á að hafa rétt til þess að selja auðlindir sem eru almanna eign og eiga að vera það um ókomna framtíð.  Að einkavæða orkuauðlindir og selja útlendingum er eins og að pissa í skóinn sinn. Stundar hagnaður, en endurnýtanlegar orkuauðlindir eins og jarðhiti og vatnsafl eru gífulega verðmætar fyrir samfélagið og geta framleitt verðmæti i fleiri hundruð ár ef ekki árþúsundir. Endurnýtanlegar orkuauðlindir og virkjanir má í  raun kalla óendalegar peningavélar, sem vel er skiljanlegt að einkaaðilar vilja ná valdi yfir. En það má ekki gerast. Þessar auðlindir eru eign allra landsmanna um ókomna tíð.  Núverandi kynslóð hefur ekki rétt til að selja þær frá sér.

 

 

 



mbl.is Tilboð Magma var á genginu 6,3
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir

Höfundur

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Orkuverkfræðingur, starfandi i Noregi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ning_903871
  • ...bilamenning
  • ...dsc_0625

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband