Orkuauðlindir eru tekjulindir framtíðarinnar

Þessi frétt er sorgleg, það virðist sem þetta grafalavarlegamál sé verið að vinna hratt og illa.  Orðalagið í  greininni er einnig mjög misvísandi. "...Orkuveitan lokast inni með áhrifalausan minnihlutahlut í einkavæddu fyrirtæki". Síðan hvenær varð 32 % hlutur í fyrirtæki áhrifalaus? Íslenskar orkuauðlindir tilheyra ekki einungis núverandi kynslóð íslendinga heldur eru orkuauðlindirnar einnig eign framtiða kynslóða.

Enginn á að hafa rétt til þess að selja auðlindir sem eru almanna eign og eiga að vera það um ókomna framtíð.  Að einkavæða orkuauðlindir og selja útlendingum er eins og að pissa í skóinn sinn. Stundar hagnaður, en endurnýtanlegar orkuauðlindir eins og jarðhiti og vatnsafl eru gífulega verðmætar fyrir samfélagið og geta framleitt verðmæti i fleiri hundruð ár ef ekki árþúsundir. Endurnýtanlegar orkuauðlindir og virkjanir má í  raun kalla óendalegar peningavélar, sem vel er skiljanlegt að einkaaðilar vilja ná valdi yfir. En það má ekki gerast. Þessar auðlindir eru eign allra landsmanna um ókomna tíð.  Núverandi kynslóð hefur ekki rétt til að selja þær frá sér.

 

 

 



mbl.is Tilboð Magma var á genginu 6,3
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér Þórhildur! Ótrúlegt hvað lítið hefur verið fjallað um þetta... eins og það sé bara alveg sjálfsagt að einkavæða auðlindir þjóðarinnar. ... þetta er ennþá "bara" sala á hlutum í HS - orku en samt eru þetta stór og ömurleg skref í átt til einkavæðingar íslenskrar orku. 

Skelfilegt að vegna útrásarinnar þá sé komin greið leið fyrir enn verri einkavæðingu.

Sólveig (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 21:19

2 identicon

Hinir hafa aukinn meirihluta.  Það þýðir að Geysir Green getur gert hvað sem þeim sýnist í óþökk Orkuveitunnar með stuðningi Magma, Reykjanesbæjar og Árna Sigfússonar.  Þar með talið að fara í hlutafjáraukningu á genginu 4.  Með því er búið að þvinga OR til að selja vinum Geysis í Magma sinn hlut.

m. (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 21:26

3 identicon

Hlutverk Orkuveitunnar hlýtur að vera þjónusta við íbúana og fyrirtækin sem nota orkuna. Þess vegna er það ótrúlegt að OR ætli að selja þennan hluta 32% þeir eru augljóslega bara að nýta sér skammgóðan gróða til að leysa eigin fjárhagsvanda. Þeir eru ekki að hugsa um hag almennings sem þó á OR.

Það er einnig ótrúlegur gunguháttur að sitja hjá við atkvæðagreiðslu... stjórnmálafólk á að hafa skoðanir, þess vegna er það kosið. Að sitja hjá er eins og að horfa uppá einelti eða rasisma og gera ekkert. ... þá ertu í raun að samþykkja gjörninginn. 

Rúna (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir

Höfundur

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Orkuverkfræðingur, starfandi i Noregi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ning_903871
  • ...bilamenning
  • ...dsc_0625

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband